top of page

 HVAÐ ER SIÐFERÐI
 HVERNIG SKILGREINUM VIÐ ÞAÐ? 

HVAÐ ER SIÐFERÐI?

Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða röngu.

 

Einnig eru til alls kyns skráðar og óskráðar reglur um samskipti okkar við annað fólk, svo sem hvers kyns kurteisisreglur, sem ekki teljast siðferðilegar. Segja má að siðferðið sé fólgið í mestu grundvallarreglunum um góða og slæma, rétta og ranga mannlega breytni. Vandasamt er að gera nánar grein fyrir eðli siðferðis enda eru uppi ólíkar kenningar um það.

Tekið af Vísindavefnum

Rétt er að taka fram að myndböndin hér að neðan eru á ábyrgð þeirra sem þar koma fram. Þau tengjast ekki skoðunum þeirra sem standa að sidferdi.is og eru hugsuð til að skapa sýn sem hver og einn aðili sem horfir ber sjálfur ábyrgð á.

SIÐFERÐI MÁ ALLTAF BÆTA

SIÐFERÐI ER Á ÁBYRGÐ HVERS AÐILA

SLÆMT SIÐFERÐI  VERÐUR ALLTAF TIL

Sumir trúa því að ekkert eitt siðferði sé til heldur sé siðferðið háð stað og stund; að í einu menningarsamfélagi sé eitt siðferði en annað í öðru menningarsamfélagi og að á einu tímabili gildi eitt siðferði en annað á öðru tímabili. Aðrir færa rök fyrir því að siðferðið sé ekki breytilegt eftir stað og stund, heldur gildi alls staðar og á öllum tímum sama siðferðið þrátt fyrir að vissulega þekkist ólíkar hugmyndir um hvað sé rétt og röng breytni og hvað séu góðir og vondir lifnaðarhættir og kurteisisvenjur. En þótt hugmyndir um rétt og rangt séu ólíkar eftir menningarsamfélögum og tímabilum er ekki þar með sagt að þær séu allar jafnréttar, sumar hugmyndirnar gætu allt eins verið rangar.

Tekið af Vísindavefnum

NOKKRAR STAÐREYNDIR

Áskrift að rafrænu fréttabréfi

Til lukku. Þú ert áskrifandi.

Er munur á siðferðilega réttum og siðferðilega röngum athöfnum, gildum eða stofnunum? Hvaða athafnir eru réttar og hverjar eru rangar?

 

Eru gildi algild eða afstæð? Hvernig er best að lifa lífinu? Er til staðlandi gildi sem er grundvöllur allra annarra gilda? Eru gildi 'í' heiminum (eins og stólar og borð) og ef ekki, hvaða skilningi eigum við að skilja verufræðilega stöðu þeirra?

Siðfræði fjallar um tilgang, rétt og rangt, gott og illt, skipulagningu réttleika athafna og ákvarðana. Siðfræði telst vera grein heimspeki. Í siðfræði er ekki reynt að lýsa raunverulegri hegðun manna og breytni þeirra eða siðum þeirra og venjum né heldur ríkjandi hugmyndum um rétt og rangt eða gott og illt.

 

Siðfræðin fjallar öllu heldur um hvað menn eiga að gera, það er hvernig þeim ber að breyta. Siðfræðin leitar að grundvelli og meginreglum siðferðisins og reynir að færa rök fyrir þessum reglum.

 

Siðfræði reynir að útskýra eðli og undirstöðu siðferðisins og þeim almennu lögmálum sem gilda um siðferðilega rétta eða góða breytni. 

Siðfræði fjallar um siðferði; um rétt og rangt, um gott og illt, um réttmæti athafna og ákvarðanna. Siðfræði er þó ekki eingöngu lýsandi, þ.e.a.s. hún lýsir ekki bara siðferðilegri hegðun manna.

Tekið af WikipediA, Vísindavefnum og gagnryninhugsun.hi.is

 

 

Áhugavert innlegg frá óþekktum aðila:

Að rífast um hvaða siðferði sé best, eru rökræður sem fara bara í hringi. Svona "pabbi minn er miklu betri en pabbi þinn" umræða. 

Við getum hinsvegar spurt sjálfa okkur, hvað það sé, sem sé eftirsóknarvert í samfélagi. Er jafnrétti kynjanna eftirsóknarvert? Eða jafnrétti kynþátta? Er trúfrelsi betra en ekkert trúfrelsi?
 

Er tjáningarfrelsi gott eða vont? 

Ef svarið er, að allt þetta sem ég nefni, séu góðir og eftirsóknarverðir hlutir og lýsi góðu siðferði í lagasetningu, þá er okkar samfélag klárlega komið lengra en lagalegt siðferði sumra annarra samfélaga. Þar sem jafnrétti kynjanna er ekki fyrir hendi, þar sem ekki ríkir trúfrelsi og fólk jafnvel drepið fyrir að ganga af trúnni. Og þ.a.l. að þar ríki ekki heldur tjáningafrelsi.

Og þá skiptir kannski litlu máli fyrir okkur sem búum í frjálsum samfélögum, hvað hinum finnst um sitt siðferði. Við vitum að við erum komin lengra. Alveg eins og hinn fullorðni veit, að það er ekki gott að borða bara nammi alla daga, sama hvað barninu finnst um það. Og við vitum líka, að með tímanum munu þessi þjóðfélög þróast í sömu átt og okkar samfélag gerði.

 

Alveg eins og barnið mun vaxa og þroskast. Og hætta að vilja bara nammi í gogginn.

Spurningin er þá, hvort við eigum að leyfa þessum samfélögum að þroskast á sinum forsendum, eða troða okkar siðferði upp á þau.

 

Ég er ekkert viss um að það sé gott að troða okkar siðferði upp á aðra. Nema að fólk úr þessum samfélögum vilji búa á meðal okkar. Þá er það sjálfsögð krafa, að það viðurkenni okkar siðferðiskóda og lifi samkvæmt honum...

FRÁ ÓÞEKKTUM AÐILA!!
SIÐFRÆÐI OG GILDI
bottom of page