top of page
Search

Gæti siðferðissáttmáli minnkað veikindahlutfall hjá Reykjavíkurborg?

  • Gudmundur G. Hauksson
  • Aug 25
  • 2 min read

ree

Samkvæmt nýjustu fréttum skrá að jafnaði 7.5% starfsmanna Reykjavíkurborgar sig veika alla virka daga. Það er nokkuð ljóst að þetta er óeðlilega hátt hlutfall og líklegt að veikindi sé lítill huti af þessari fjarveru - sjá


10% starfsmanna Reykjavíkurborgar orðið fyrir áreyti í starfi Samkvæmt könnun hjá Reykjavíkurborg og niðurstöðum úr henni, sem birtar voru í skýrslu velferðarráðuneytis á árinu 2015, kom í ljós að um 10% starfsmanna sögðust hafa orðið fyrir áreitni í starfi á síðustu 12 mánuðum. Ef þessar niðurstöður væru færðar yfir á allan vinnumarkaðinn hér á landi (203.500 manns í janúar 2018) væri þetta um 20.000 manns á ári.


Í Bandaríkjunum segja rannsóknir að 17% þeirra sem verða fyrir áreitni telji sig ekki hafa annan kost en segja upp starfi sínu og ef tölurnar eru sambærilegar hér á Íslandi væri þetta um 3.400 manns. Talið er að kostnaður fyrirtækja og stofnana vegna starfsbreytinga geti verið allt að 40% ofan á hefðbundin laun.


Það eru því miður ekki til góðar rannsóknir sem sýna þá þróun sem hefur orðið hér á Íslandi í gegnum árin varðandi áreitni, en margir hafa á tilfinningunni að þetta hafi eitthvað lagast seinni árin og sérstaklega á árinu 2018 vegna „Metoo“-byltingarinnar. Hér um að ræða mikið þjóðfélagslegt mein og gríðarlegan kostnað sem fyrirtæki og stofnanir sitja uppi með sem afleiðingu af þessu vandamáli.


Kostnaður vegna áreitni á vinnustöðum gæti verið 10 til 11 milljarðar

Það er til mikils unnið að bæta vinnustaðamenninguna hér á Íslandi. Miðað við meðalmánaðarlaun hjá VR (um kr. 700.000 á árinu 2018) gæti árlegur aukinn rekstrarkostnaður vegna áreitni á vinnustöðum verið 10 til 11 milljarðar á ári.


Gæti siðferðissáttmáli á vinnustöðum verið svarið? Ein af leiðunum til að bæta stöðuna gæti verið að gerður væri siðferðissáttmáli (sjá) fyrir vinnustaði. Sett væri upp ákveðið plagg með viðmiðunum um ákveðið grunnsiðferði í samskiptum og stjórnun á vinnustaðnum. Þar væru þær áherslur og viðmiðanir sem við teljum lágmarkssiðferði í því hvernig á að eiga samskipti, hvernig á að/eða ekki að snerta, lýsing á umburðarlyndi og þolinmæði sem starfsfólk vill ástunda í sínum samskiptum og áherslur í stjórnun fyrir stjórnendur og yfirmenn.


Það gæti líka verið áhugavert að starfsfólk mundi læra ákveðin grunnatriði í samskiptafærni sem væru byggð á virðingu, umburðarlyndi og skilningi. Með því að setja saman ákveðin gildi og grunnviðmið í siðferðissáttmála væri verið að leggja grunn að aukinni yfirvegun og ábyrgð í samskiptum í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana. Þannig væri dregið úr því að starfsmenn beiti yfirgangi og lögð áhersla á að allir vinni saman innan ákveðins ramma. Með þessu væri lagður grunnur að minna einelti og áreitni sem gæti skilað verulega lægri launakostnað í fyrirtækjum og stofnunum.

 
 
 

Comments


bottom of page